miðvikudagur, desember 29, 2004

Jæja það hlaut að koma af því:) ég missti mig í apótekinu og keypti allt milli himins og jarðar sem við gætum hugsanlega notað..hehehehe en jæja það er þá fátt sem á að koma okkur á óvart....annars bara ekkert að gera nema að bíða bíða bíða.....
Viktoría posted at 6:13 e.h.

.x.x.x.x.x.

mánudagur, desember 27, 2004

ekki laust við það að það sé komin smá spenna í mann...enda aðeins um 22 dagar þangað til við förum......við erum núna að tékka á öllu varðandi síma og svols hvort við eigum að taka með okkur út síma o.s.frv. þetta kemur allt í ljós. Síðan erum við bráðlega að fara að setja niður það sem við viljum helst skoða í hverju landi og svona og búa til litla bók með svona helstu hostelum sem við getum hringt í og svona....yessness......
Viktoría posted at 5:56 e.h.

.x.x.x.x.x.

laugardagur, desember 25, 2004

24 dagar
Já ég fékk hringingu frá travelbag í gær, þar sem hún fór yfir flugin okkar því hún var að búa til farseðlana og eru þeir svo á leiðinni....jibbý......
Viktoría posted at 4:09 f.h.

.x.x.x.x.x.

mánudagur, desember 20, 2004

jæja halló halló langt síðan seinast...núna eru 28 dagar þangað til að við förum og kominn smá spenningur í mallakútinn.....ég og sigrún erum búnar að fjárfesta í massabakpokum - 70 lítra sem við fengum á kjarakjörum. Minn er snilld, opnast eins og ferðataska, er með árenndum dagpoka og er með feitum böndum þannig mar meiðir sig ekki þegar maður ber hann OG það er hægt að bera hann sem hliðartösku og loka böndin í hólfi...sem sé mjög fancý og það besta var að ég fékk hann á 70% afslætti því þetta var seinasti pokinn og fékk ég hann því á 7000 kr sem er mjög vel sloppið. Við verðum þó að passa okkur á því að fylla þá ekki af fötum og drasli þvi þá verða þeir mjög þungir...ég er farin að velta því mikið fyrir mér hvað ég á að setja í pokann og einnig er ég mikið búin að velta fyrir mér að hanna ný bikiní sökum þess að við erum bara tvær og ef önnur fer út í sjó þá verður hin að vera í landi - ekki alveg nógu gott....það er allt í vinnslu. Svo verðum við að fara upp í TM tryggingar þegar við fáum farseðlana til þess að fá plagg að við séum tryggðar. Þannig nú er lítið eftir nema bara skoða ferðabækur og svols....ég er að reyna að skoða um mið ameríku meðan sigrún er í suður ameríku...þetta er snilld og ég veit að þessir 28 dagar líða eins og ekki neitt!!!! jæja best að halda áfram að laga síðuna...
Adios
Viktoría
Viktoría posted at 9:03 e.h.

.x.x.x.x.x.

jæja halló halló langt síðan seinast...núna eru 28 dagar þangað til að við förum og kominn smá spenningur í mallakútinn.....ég og sigrún erum búnar að fjárfesta í massabakpokum - 70 lítra sem við fengum á kjarakjörum. Minn er snilld, opnast eins og ferðataska, er með árenndum dagpoka og er með feitum böndum þannig mar meiðir sig ekki þegar maður ber hann OG það er hægt að bera hann sem hliðartösku og loka böndin í hólfi...sem sé mjög fancý og það besta var að ég fékk hann á 70% afslætti því þetta var seinasti pokinn og fékk ég hann því á 7000 kr sem er mjög vel sloppið. Við verðum þó að passa okkur á því að fylla þá ekki af fötum og drasli þvi þá verða þeir mjög þungir...ég er farin að velta því mikið fyrir mér hvað ég á að setja í pokann og einnig er ég mikið búin að velta fyrir mér að hanna ný bikiní sökum þess að við erum bara tvær og ef önnur fer út í sjó þá verður hin að vera í landi - ekki alveg nógu gott....það er allt í vinnslu. Svo verðum við að fara upp í TM tryggingar þegar við fáum farseðlana til þess að fá plagg að við séum tryggðar. Þannig nú er lítið eftir nema bara skoða ferðabækur og svols....ég er að reyna að skoða um mið ameríku meðan sigrún er í suður ameríku...þetta er snilld og ég veit að þessir 28 dagar líða eins og ekki neitt!!!! jæja best að halda áfram að laga síðuna...
Adios
Viktoría
Viktoría posted at 8:51 e.h.

.x.x.x.x.x.

miðvikudagur, desember 08, 2004

YESSNESS búnar að borga og ég er búin að tryggja mig...ég er búin að vera á hvítum ströndum í allan dag í anda:) núna er aðeins að bíða eftir farseðlunum, kaupa lyfin og leggjast yfir ferðabækur...jibbý
Viktoría posted at 10:24 f.h.

.x.x.x.x.x.

fimmtudagur, desember 02, 2004

jó jó jó
jæja þá erum við búnar að fara í sprauturnar og fá lyfseðil við malaríu, sýklalyfjum og kremum við sýktum sárum. Það sem á eftir að fara í lyfjabúrið okkar er ofnæmislyf, pillan, fullt fullt af verkjatöflum, immodium, augndropar, sótthreinsandi, repellant og eitthvað fleira sem ég man ekki:)...mar á eftir að missa sig í boots....síðan er bara næst á dagskrá að klára að borga upp ferðina, tryggja sig og klára að skipuleggja.....já og ég talaði við thailenska sendirráðið og þeir sögðu að það væri ekkert mál að fá vegabréfsáritun til thailands í kambódíu eða víetnam þannig hjúkket.....jæja jæja keep you posted með framhaldið:)
Viktoría posted at 10:39 f.h.

.x.x.x.x.x.


Adrir Ferdalangar
Bleiki, Danni og Stebbi, á flakki
Dagbjort
Karen og Katrín
Vinir og vandamenn
Hrafnhildur fraenka
Sigga Run fraenka
Asta Andresar
Viktoria
Verzlo gellur
Saumavelin
Gudny Mega Babe

Annad
Myndir
Gestabok Lonelyplanet

E-meil Viktoria
E-meil Sigrun

Ferdin
20.feb - peru
27.feb - panama, costa rica, nicaragua, honduras, beliz, mexico, cuba
1.april - Las Vegas, Los Angeles, Hawaii
16.april - Fidji
18.april - Nyja Sjaland
29.april - astralia
11.mai - vietnam, kambodia
31.mai - thyskaland

  • ágúst 2004
  • september 2004
  • október 2004
  • nóvember 2004
  • desember 2004
  • janúar 2005
  • febrúar 2005
  • mars 2005
  • apríl 2005
  • maí 2005
  • júní 2005