föstudagur, október 29, 2004

fresh news....
Jæja svoldið langt síðan við skrifuðum seinast en nýjasta nýtt er:
við erum búnar að bóka
við erum búnar að fara í fyrsta sprautuskammt - þurfum að fara aftur eftir mánuð í lifrabólgu b og þá fáum við recept upp á malaríulyf sem við þurfum að taka í kambódíu
við fáum töskurnar á sunnudaginn
bækurnar koma um miðjan nóv
Ég (viktoría) er búin að sækja um gullkort því tryggingarnar eru betri á því og síðan þarf ég bara að sækja um viðbótartryggingu hjá TM (frábær service þar).
Við erum búnar að senda vegabréfin okkar til DK til þess að fá víetnamska vegabréfsáritun eftir það þurfum við thailenska vegabréfsáritun og þá erum við sett því við ætlum að hætta við Hong Kong og hún vicky gerði ETA fyrir okkur svo við komumst til Ástralíu og síðan kaupum við bara svona tourist card til kúbu, kambódíu og panama .....
þannig loka loka loka ferðaplan lítur þá nokkurnvegin svona út:
reykjavík - london - buenos aires - rio de janeiro - santiago - lima - panama city - san josé - nicaraca - honduras - belize - mexico - kúba - Las Vegas - Los Angeles - Hawaii - Nadii - Auckland - Wellington - Sydney - Adelaide - Singapore - Ho Chi Minh - Hanoi - Phnom Phenn - Bangkok - London - Frankfurt - London - Reykjavík
Síðan er ég byrjuð að kíkja aðeins á spænsku (fékk einhverja spænsku svona learn yourself diska - sjáum hvernig það gengur) svo mar geti nú aðeins skilið og gert sig smá skiljanlega......
Síðan borgum við í byrjun desember og fáum farseðlana í janúar....
Við erum byrjaðar að bóka hostel í buenos aires og rio síðan erum við bara að skoða shit load af hostelum og kannski bókum við eitthvað á netinu áður en við förum út eða bara látum þetta ráðast....
yessness og kúlness þetta er að fara að gerast.....Fyndið þetta var ákveðið á fylleríi í bangkok og eftir 2 og 1/2 mánuð mun þetta verða að veruleika....
já og við ætlum að prófa amk einn karokí bar í hverju landi...heheheheh
pís át
Viks
Viktoría posted at 2:07 f.h.

.x.x.x.x.x.

þriðjudagur, október 12, 2004

jæja þá erum við búnar að kaupa allar bækurnar sem við ætluðum að kaupa okkur
central america og south america on a shoestring, síðan um ástralíu og nýja sjáland og asíu.....ég fæ þetta vonandi bráðlega......
Síðan erum við búnar að panta á geggjuðu hosteli í buenos og eigum við eftir að skoða hostel hjá restinni við ætlum samt að reyna að vera að búnar að panta á nokkrum stöðum áður en við förum út...og já ég verð að fara að panta í sprautukokteila.....
Viktoría posted at 7:17 e.h.

.x.x.x.x.x.

föstudagur, október 08, 2004

VIÐ ERUM BÚNAR AÐ BÓKA FERÐINA - JIBBÝ FYRIR ÞVÍ
Viktoría posted at 3:07 e.h.

.x.x.x.x.x.

fimmtudagur, október 07, 2004

á eftir hringi ég í vicky og bóka ferðina - við erum komnar skrefinu nær...annars er ég búin að fá helling af svörum frá sendirráðum......
Þeir sem eru búnir að svara og við þurfum ekki vegabréfaáritanir hjá eru: Belíz, Hondúras, Nicaragua, Costa Rica, Cambódíu og Bolivía
Síðan eins og ég minntist á áður tourist card hjá kúbu, panama og mexico
ETA hjá ástralíu
Vegabréfsáritanir: víetnam, kína, thailand
þá er þetta að mestu leiti komið þannig þetta á ekki að vera mikill hausverkur! þá er næsti hausverkur hostel en meira um það seinna pís át....
Viktoría posted at 10:35 e.h.

.x.x.x.x.x.

miðvikudagur, október 06, 2004

hæ og hó það er allt að smella!
Já við ákváðum að taka tilboði Vickyar og hljómar þá ferðlagið eitthvað á þessa leið:
19. jan kl. 21:35 fljúgum við til Buenos Aires í argentínu
þaðan munum við svo ferðast til Rio, með viðkomu á ýmsum stöðum m.a. sao paulo, igazu falls svo eitthvað sé nefnt.
Í Rio munum við svo taka þátt í brjúletri kjötkveðjuhátíð - þurfum einmitt að kaupa miða á hana í desember....
Næsta flug er síðan 12. febrúar þar sem við fljúgum til santiago í chile, þar munum við skoða helstu staði og síðan fara yfir til Perú, jafnvel með stuttu stoppi í Bólivíu ef við erum í stuði......
Frá Lima fljúgum við svo til Panama þann 27. febrúar....Eftir það hefst glæfraleg för okkar um mið ameríku, við munum fara Panama - Costa Rica - Honduras - Nicaragua - Belize - Cancun og svo Kúba þarna í restina.....
Eftir þetta þá munum við fljúga til LAS VEGAS 1. apríl og þar ætlum við að strolla on the strip og jafnvel reyna að gifta okkur - já þú heyrðir rétt!
Eftir þetta munum við fara til La og sjá helstu staðinu þar, svo 9.apríl munum við fara til HAWAII í viku þar sem við munum bara vera chilling with the homies, eftir þetta liggur leiðin til Nadi þar sem við stoppum í 2 daga og förum svo yfir til Nýja Sjálands Auckland, förum sjálfar til Wellington og þaðan fljúgum við til Sydney, þar munum við síðan sjálfar koma okkur til Adelaide, kíkjum þó á helstu staðina melbourne og canberra....já en þá er kúlnessið ekki búið því eftir þetta förum við til singapore eða réttara sagt 10.maí og þaðan förum við til sennilega Hong Kong, ferðumst síðan sjálfar í gegnum Kína til Víetnam - hanoi, förum síðan niður skagan til Ho Chi Minh, þaðan förum við yfir til Kambódíu og svo til Bangkok þar sem við munum fljúga heim 31. maí......fjúffedýfjúff....
Við erum byrjaðar að skoða vegabréfsáritanir og er ég búin að senda shitload af sendiráðum meil og einnig búin fá svar frá mörgum. Við þurfum þó að byrja á því að fá vegabréfaáritun til Víetnam því við þurfum að senda vegabréfið okkar út, við ætlum að reyna að gera það á laugardaginn. Eftir það þurfum við vegabréfsáritanir til Kína og Tælands. Við þurfum líka að kaupa tourist card til Kúbu, Panama og Mexico en það er vanalega gert við landamærin nema kúba, við kaupum það hérna heima. Síðan fáum við ETA hjá ferðaskrifstofunni upp á að komast inn til ástralíu....
Jepp og síðan á morgun ætla ég að panta í sprautukokteila - sigrún fer 29.október og ætla ég að reyna að fara í næstu viku.
Síðan erum við byrjaðar að reyna að finna gistingar, við erum komnar með gistingu í rio á einhverju youth hostel og síðan er bara málið að finna allaveganna fyrir staðina þar sem við fljúgum til ....
Síðan er búið að hækka heimildina þannig raunverulega mun þetta allt klárast að mestu á næstu dögum - hjúkket þá get ég eitthvað farið að læra:Þ
over and out
Viktoría
Viktoría posted at 9:17 e.h.

.x.x.x.x.x.


Adrir Ferdalangar
Bleiki, Danni og Stebbi, á flakki
Dagbjort
Karen og Katrín
Vinir og vandamenn
Hrafnhildur fraenka
Sigga Run fraenka
Asta Andresar
Viktoria
Verzlo gellur
Saumavelin
Gudny Mega Babe

Annad
Myndir
Gestabok Lonelyplanet

E-meil Viktoria
E-meil Sigrun

Ferdin
20.feb - peru
27.feb - panama, costa rica, nicaragua, honduras, beliz, mexico, cuba
1.april - Las Vegas, Los Angeles, Hawaii
16.april - Fidji
18.april - Nyja Sjaland
29.april - astralia
11.mai - vietnam, kambodia
31.mai - thyskaland

  • ágúst 2004
  • september 2004
  • október 2004
  • nóvember 2004
  • desember 2004
  • janúar 2005
  • febrúar 2005
  • mars 2005
  • apríl 2005
  • maí 2005
  • júní 2005