mánudagur, ágúst 30, 2004

Jæja...Tilboð 1 og Tilboð 2......
London - Santiago - Buenas aires - Rio - Lima - San jose - Belize - Cancun -
Grand Cayman - Nassau - LA - Hawaii - (Auckland) - Wellington - Sydney -
Bangkok/Ho chi minh - Singapore - Delhi - Frankfurt -London
á 2669 pund plús flugvallarskatt og aukaferð til kúbu frá mexico kostar um 20000 í viðbót
Tilboð 2 er mun ódýrara en lýst mér þó ekki nægilega vel á það, það hljóðar svo:
London - Buenas aires - Santiago - (Auckland)- Wellington - Sydney - Bangkok/Singapore - Frankfurt - London
og er á 1012 pund plús flugvallarskatt.....
Ég er búin að senda Vicky meil með því að mér lítist bara vel á þetta og bað um lokaverð og lokadagsetningar og vonandi kemur það bara sem fyrst....þetta er by the way travelbag....og ég veit að systir hans helga fór með því og var mjög ánægð þannig ég bind vonir um að þetta fari að smella bráðlega....

Viktoría posted at 4:34 e.h.

.x.x.x.x.x.

Loksins Loksins Loksins

fengum við svar frá ferðaskrifstofu....það var víst bilun í kerfinu hjá þeim og þess vegna svöruðu þeir en eftir harðort e-meil frá mér þá voru þeir fljótir að svara....allaveganna þá er bara að vonast eftir góðu tilboði frá þeim, við erum með tvær ferðaskrifstofur í huga annars vegar travelbag og hinsvegar startravel, þjónustufulltrúar okkar eru Lauren og Vicky.... vonum að þær standi sig og finni góð tilboð fyrir okkur ég ætla að óska þess að eitthvað gerist af viti í þessari viku.....annars verð ég brjúlet....

Viktoría posted at 4:33 f.h.
.x.x.x.x.x.

mánudagur, ágúst 23, 2004

AHHHH I had a dream.....að við værum komnar á hvíta strönd með bláum sjó....Ég get ekki beðið eftir að fara...ég vildi óska að ferðaskrifstofurnar myndu svara okkur það myndi gera lífið mun auðveldara;)
kv.
Viktoría

Viktoría posted at 3:40 f.h.

.x.x.x.x.x.

sunnudagur, ágúst 22, 2004

LaLaLa míns orðin spennt;)
jáhá....þá er ég búin að vera að skoða hótel og sýnist mér sem USA og Nýja Sjáland verði dýrust...þar sem við fáum gistingu í Ástralíu....Við þessu mátti þó búast...en mér sýnist við eiga eftir að sleppa mjög billega við restina af gistingunum......verðum bara á hostælum og soddane.....við ætlum annars að reyna að koma fluginu í gegn í næstu viku svo við getum skoðað hvaða framhaldsflug við þurfum að taka, hvaða hótel við ætlum að panta og hvar við þurfum vegabréfsáritanir....vá þetta allt að smella enda bara 148 dagar þangað til við förum það er ekkert smá stutt þangað til svona ef mar pælir í því!!!

Viktoría posted at 7:30 f.h.

.x.x.x.x.x.

Jæja pæja....
þegar mér leiðist í vinnunni er EKKERT betra en að vera að hugsa um ferðina þannig ég er búin að vera að vasast í að reyna að finna ódýra rútu/flug ferðir í Suður-Ameríku.....það gengur svona upp og ofan þar sem allar síðurnar eru á spænsku...jepp ekki mín sterka hlið en allaveganna er búin að senda amk einu rútufyrirtæki póst og ég ætla að athuga hvað kostar að fara santiago-bunos aires - rio de janeiro í rútu...síðan er spurning með lima hvort við fljúgum þangað eða tökum rútu....það þarf víst að pæla í þessu öllu....en Ég var líka að athuga með hótel í Cancun, mexico og þau eru bara dead ódýr....sem betur fer...núna ætla ég að halda áfram að finna ódýr hótel þar sem mar neyðist til að gera kosnaðaráætlun fyrir lánið sem mar þarf að taka...hohohohoho

Viktoría posted at 5:47 f.h.

.x.x.x.x.x.

miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Spennan magnast.....

Jæja núna er ýmislegt að koma í ljós...við erum sum sé komin í samband við ferðaskrifstofu og þurfum við víst aðeins að breyta ferðinni okkar upp á mílufjölda...við ætlum að sleppa Hong Kong og Delhi og jafnvel NY amk í das grand plan en kannski ef það eru ódýrir flugseðlar þangað þá poppar maður þangað kannski frá Kambódíu eða Víetnam.....allaveganna .... við þurfum líka að kaupa miða til Kúbu sjálfar og ætlum við sennilega að fljúga frá Cancun, Mexico til Kúbu og er flugið á ca. 21,000 allaveganna það ódýrasta sem ég fann og líst mér ágætlega á það verð.....
Síðan erum við komnar með gistingu hjá vinkonu Sigrúnar í Ástralíu þannig það er BARA kúl.....vá hvað ég er farin að hlakka til...er líka búin að sjá geggjaðan bakpoka á e-bay sem ég er að huxa um að smella mér á....Já og síðan er ég búin að fá 100% áfram í vinnunni minni þannig ég get safnað fyrir ferðinni....jibbý;)


Viktoría posted at 9:11 f.h.
.x.x.x.x.x.

laugardagur, ágúst 14, 2004

Das Plan
Jamm, þá er ein ferðaskrifstofa búin að svara okkur og þurfum við að senda henni nákvæma ferðaáætlun...svona lítur hún nokkurnvegin út.....vá hvað ég er orðin spennt:) aðeins 5 mánuðir þangað til:)

18.01.05 (Tuesday) London – Santiago (7)
26.01.05 (Wednesday) Santiago - Buenos Aires (7)
03.02.05 (Thursday) Buenos Aires – Rio De Janeiro (8)
Ég held að kjötkveðjuhátíðin sé 5-8 feb þannig við gætum farið 4. feb frá Buenos Aires og notað þá þennan aukadag í Santiago eða Buenos Aires...
12.02.05 (Saturday) Rio De Janeiro – Lima (6)
19.02.05 (Saturday) Lima – San José (Costa Rica) (4)
24.02.05 (Thursday) San José – Belize (6)
03.03.05 (Thursday) Belize – Cancun (3)
07.03.05 (Monday) Cancun – Cayman Islands (4)
12.03.05 (Saturday) Cayman Islands – Jamaica (4)
17.03.05 (Thursday) Jamaica – Havana (6)
24.03.05 (Thursday) Havana – Bahamas (3)
28.03.05 (Monday) Bahamas – Miami/NY/LA (12)
(eftir því hvað er ódýrast....(LV:3, SF:2, LA: 5, NY: 3, Miami: 3 = > þetta eru ca. 10 – 16 dagar ég m.v. 11 daga því þá náum við helgini á Hawai, það verður þá bara þétt dagskrá í USA ef við förum til NY)
10.04.05 (Sunday) LA – Honolulu (3)
14.04.05 (Thursday) Honolulu – Wellington (11)
26.04.05 (Tuesday) Wellington – Sydney (11)
Hér væri gaman að troða inn í Fidji og Cook Islands
08.05.05 (Sunday) Sydney - Pnom Penn (5)
14.05.05 (Saturday) Phnom Penn – Ho Chi Minh/Hanoi (5)
20.05.05 (Friday) Ho Chi Minh/Hanoi – Hong Kong (5)
26.05.05 (Thursday) Hong Kong – Delhi (6)
02.06.05 (Thursday) Delhi – Karlsruhe/Frankfurt (4)
07.06.05 (Tuesday) Karlsruhe/Frankfurt – London

Viktoría posted at 11:26 e.h.
.x.x.x.x.x.

miðvikudagur, ágúst 11, 2004

Vesen skvesen
já þetta flug er ekkert smá mikið rugl ... ég er búin að reyna að senda travelbag meil, þeir svara mér ekki...síðan virðist vera eriftt að finna ódýrt flug frá hinum ýmsum stöðum...tam Miami-Cúba o.s.frv. ég vildi óska þess að ég fengi þetta upp í hendurnar en það virðist ekki ætla að ganga eftir...vonum bara að þeir svari bráðlega....

Viktoría posted at 1:01 f.h.

.x.x.x.x.x.

þriðjudagur, ágúst 10, 2004

Drög að ferðaáætlun

Flug 18. Janúar -> Rvk – London
Flug 18. Janúar -> London –Buenos Aires
Ferðalag um Argengtínu og Chile frá 19.janúar til 3.febrúar
Ferðalag um Brasilíu og Perú frá 3. Febrúar til 24 .febrúar
Flug 24. Febrúar -> Lima(Perú) – San Jose (Costa Rica)
Ferðalag um Costa Rica, Hondúras, El Salvador, Belize frá 25. Febrúar til 15.mars
Ferðalag um Jamaica, Kúbu, Puerto Rico, Haití frá 15 mars til 29. Mars… Gætum líka kíkt til Cancun í Mexico
Flug 29. Mars -> Havana(Kúba) – New York, Spurning hvort það sé betra að fljúga til Mimi hér og síðan til NY……
Ferðalag um New York frá 29. Mars til 4. Apríl
Flug 4. Apríl -> New York – Los Angeles
Ferðalag um Los Angeles, Las Vegas og San Francisco frá 4. Apríl til 18. Apríl
Flug 18. Apríl -> LA – Hawai
Ferðalag um Hawai frá 18 apríl til 25. Apríl
Flug 18. Apríl -> Hawai-Auckland (Nýja Sjáland)
Ferðalag um Nýja Sjáland frá 18. Apríl til 30. Apríl
Flug 30. Apríl -> Auckland – Sydney
Ferðalag um Ástralíu frá 30. Apríl til 14. Maí
Flug 14. Maí -> Sydney- Pnom Penn (Cambódía)
Ferðalag um Kambódíu og Víetnam frá 14 maí til 30. Maí
Flug 30. Maí -> Hanoi (Vietnam) – London, gæti verið gaman að fara til Hong Kong og Delhi líka í nokkra daga…..og síðan til London……
Ferðalag til Hafrúnar og Ríkeyjar, frá 1 júní til svona 7 júní
Flug 7. Júní -> London –Rvk

Viktoría posted at 9:30 f.h.

.x.x.x.x.x.

sunnudagur, ágúst 08, 2004

Wúhhbý
Jæja jæja þá er síðan loksins orðin sæmileg......og mar getur farið að skrifa almennilega á hana....Ég var einmitt að tala við sigrúnu ofurskvís sem ætlar að setja upp tímatöfluna sína því að í næstu viku ætlum við að contacta ferðaskrifstofur svo við gætum jafnvel keypt farseðlana næsta föstudag eða mánudag...það væri náttlega snilldin ein.....þá getum við líka farið að vasast í hótelum og þess konar hlutum þó sérstaklega í Brasilíu út af kjötkveðjuhátíðinni...já og þá þarf ég víst að fara að vasast í lánum;)
kv.
Viks

Viktoría posted at 9:05 f.h.
.x.x.x.x.x.

laugardagur, ágúst 07, 2004

Rífandi stemming....

Viktoría posted at 10:50 f.h.

.x.x.x.x.x.


Adrir Ferdalangar
Bleiki, Danni og Stebbi, á flakki
Dagbjort
Karen og Katrín
Vinir og vandamenn
Hrafnhildur fraenka
Sigga Run fraenka
Asta Andresar
Viktoria
Verzlo gellur
Saumavelin
Gudny Mega Babe

Annad
Myndir
Gestabok Lonelyplanet

E-meil Viktoria
E-meil Sigrun

Ferdin
20.feb - peru
27.feb - panama, costa rica, nicaragua, honduras, beliz, mexico, cuba
1.april - Las Vegas, Los Angeles, Hawaii
16.april - Fidji
18.april - Nyja Sjaland
29.april - astralia
11.mai - vietnam, kambodia
31.mai - thyskaland

  • ágúst 2004
  • september 2004
  • október 2004
  • nóvember 2004
  • desember 2004
  • janúar 2005
  • febrúar 2005
  • mars 2005
  • apríl 2005
  • maí 2005
  • júní 2005