jæja halló halló langt síðan seinast...núna eru 28 dagar þangað til að við förum og kominn smá spenningur í mallakútinn.....ég og sigrún erum búnar að fjárfesta í massabakpokum - 70 lítra sem við fengum á kjarakjörum. Minn er snilld, opnast eins og ferðataska, er með árenndum dagpoka og er með feitum böndum þannig mar meiðir sig ekki þegar maður ber hann OG það er hægt að bera hann sem hliðartösku og loka böndin í hólfi...sem sé mjög fancý og það besta var að ég fékk hann á 70% afslætti því þetta var seinasti pokinn og fékk ég hann því á 7000 kr sem er mjög vel sloppið. Við verðum þó að passa okkur á því að fylla þá ekki af fötum og drasli þvi þá verða þeir mjög þungir...ég er farin að velta því mikið fyrir mér hvað ég á að setja í pokann og einnig er ég mikið búin að velta fyrir mér að hanna ný bikiní sökum þess að við erum bara tvær og ef önnur fer út í sjó þá verður hin að vera í landi - ekki alveg nógu gott....það er allt í vinnslu. Svo verðum við að fara upp í TM tryggingar þegar við fáum farseðlana til þess að fá plagg að við séum tryggðar. Þannig nú er lítið eftir nema bara skoða ferðabækur og svols....ég er að reyna að skoða um mið ameríku meðan sigrún er í suður ameríku...þetta er snilld og ég veit að þessir 28 dagar líða eins og ekki neitt!!!! jæja best að halda áfram að laga síðuna...
Adios
Viktoría
Viktoría posted at 8:51 e.h.
|
Adrir Ferdalangar Bleiki, Danni og Stebbi, á flakki Dagbjort Karen og Katrín Vinir og vandamenn Hrafnhildur fraenka Sigga Run fraenka Asta Andresar Viktoria Verzlo gellur Saumavelin Gudny Mega Babe Annad Myndir Gestabok Lonelyplanet E-meil Viktoria E-meil Sigrun 20.feb - peru 27.feb - panama, costa rica, nicaragua, honduras, beliz, mexico, cuba 1.april - Las Vegas, Los Angeles, Hawaii 16.april - Fidji 18.april - Nyja Sjaland 29.april - astralia 11.mai - vietnam, kambodia 31.mai - thyskaland |
|